spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHaukur Helgi ekki með Andorra í gær vegna misjafnra Covid-19 reglna ACB...

Haukur Helgi ekki með Andorra í gær vegna misjafnra Covid-19 reglna ACB og EuroCup

Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson var ekki með félögum sínum í Morabanc Andorra sem í gærkvöld lögðu Antwerp í Eurocup, 82-69. Leikurinn var sá fyrsti sem að liðið lék í 20 daga, en í upphafi mánaðar var Haukur, líkt og nánast allt lið og starfslið Andorra greint með Covid-19.

Í samtali við Körfuna sagðist Haukur ekki hafa verið með í leiknum í gær vegna mismunandi reglna varðandi Covid-19 smit í EuroCup og ACB og yrði hann því með liðinu í næsta leik. Enn frekar sagðist hann enn vera jákvæður, en að í honum mældist mótefni fyrir veirunni, en samkvæmt reglum ACB hefði það verið nóg til þess að fá að spila.

Fréttir
- Auglýsing -