spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHaukur Helgi atkvæðamikill fyrir Andorra í EuroCup

Haukur Helgi atkvæðamikill fyrir Andorra í EuroCup

Haukur Helgi Pálsson og Morabanc Andorra töpuðu í kvöld fyrir Lietkabelis Panevezys í EuroCup, 77-69. Eftir leikinn er Andorra í 4. sæti C riðils með þrjá sigra og fimm töp það sem af er tímabili.

Haukur Helgi lék rúmar 27 mínútur í leiknum, á þeim skilaði hann 12 stigum, 3 fráköstum, stoðsendingu og vörðu skoti. Næst leikur liðið frestaðan leik úr 8. umferð keppninnar gegn Virtus Segafredo Bologna þann 22. desember.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -