spot_img
HomeFréttirHaukur heldur áfram að heilla

Haukur heldur áfram að heilla

Fjölnismaðurinn Haukur Helgi Pálsson hefur heldur betur stimplað sig inn hjá Montverde Academy miðskólanum í Bandaríkjunum. Haukur gekk til liðs við Montverde að loknu síðasta tímabili hér á Íslandi og fyrir skemmstu keppti hann á sterkasta miðskólamóti Bandaríkjanna, City of Palms Classic.
 
 
 
Í grein sem Christopher Lawlor skrifar fyrir ESPN fer hann fögrum orðum um Hauk Helga og segir að kappinn gæti hugsanlega verið einn af yndslegri útflutningum Íslands síðan Björk hóf að skapa sér nafn utan landsteinanna.
 
Lawlor tíundar í grein sinni frammistöðu Hauks á City of Palms Classic mótinu og greinir frá áhuga risaháskóla á borð við Vanderbilt og Harvard sem þegar eru farin að líta til Hauks. Einnig ræðir Lawlor stuttlega við Hauk sem segist helst vilja verða alhliðaleikmaður á borð við Kobe Bryant og þó vissulega heilli það að fara í stóra háskóla við nám þá hafi hann brennandi áhuga á því að leika atvinnukörfubolta.
 
 

[email protected]  

Fréttir
- Auglýsing -