spot_img
HomeFréttirHaukur: Erfiður leikur hjá Zaragoza

Haukur: Erfiður leikur hjá Zaragoza

Jón Arnór Stefánsson og CAI Zaragoza leika í Konungsbikarnum á Spáni í kvöld og mæta þá Caja Laboral á útivelli í 8-liða úrslitum. Karfan.is heyrði í Hauki Helga Pálssyni sem leikur með Manresa í ACB deildinni og honum þótti líklegra að Zaragoza þyrfti að láta í minni pokann í kvöld.
 
7. febrúar
Real Madrid – Barcelona
Ég tippa á Madríd. Þeir hafa verið fáránlegir í ár og spilað alveg drulluvel. Ég held að Madríd taki þetta með svona átta stigum. Sergio Rodriguez hefur verið ótrúlegur í ár og hann á eftir að leiða liðið í kvöld. Ég gæti einnig trúað því að Jaycee Carroll kæmi með nokkra stóra þrista þarna.
 
Caja Laboral – CAI Zaragoza 
Okkar maður gegn Caja, þetta verður erfiður leikur hjá Zaragoza. Ég býst því miður við að Caja taki þetta en leikurinn verður ,,close.” Ef Zaragoza spilar vel þá gætu þeir tekið þetta en set engu að síður peningana mína á Caja með c.a. fimm stiga mun og að Svíinn Maciej Lampe verði maðurinn í kvöld í liði Caja. Mér hefur fundist Jón annars vera X-factorinn í liði Zaragoza og nokkrir hér á Spáni sammála mér í því svo ef hann spilar vel í kvöld ætti Zaragoza að vera í góðum málum.
 
8. febrúar
Valencia  – Asefa Estudiantes
H. Gran Canaria – Uxeo Bilbao Basket
Ég held að Valencia taki þetta auðveldlega og Justin Doelleman taki þetta og svo tippa ég á að Bilbao vinni seinni leikinn því mér finnst Gran Canaria hafa verið að síga niður á við svona seinni partinn á tímabilinu.
  
Fréttir
- Auglýsing -