spot_img
HomeFréttirHaukur: Álag en mikil reynsla

Haukur: Álag en mikil reynsla

Haukur Helgi Pálsson sagði oddaleikinn ekki vera þann lokapunkt sem hann hefði óskað sér en að Njarðvíkurliðið hafi spilaði stórleik KR svolítið upp í hendurnar á þeim. Haukur tók ekkert af KR-ingum og sagði: „Ég þekki þessa stráka marga úr landsliðinu og þarna er mikil reynsla og mikið „firepower“ og með Craion undir körfunni og allir að hitta er þetta bara svikamylla.“

Haukur ítrekaði til að kveða niður sögusagnir að hann væri ekki búinn að skrifa undir samning hjá Stjörnunni og að nú tæki umboðsmaður hans bara við stjórnartaumunum. Hann sagðist ekki myndu skoða nein tilboð á næstunni nema þau kæmu erlendis frá. Tímablið á Íslandi sagði hann hafa verið einmitt það sem hann þurfti en hann fór frá þýsku úrvalsdeildinni í upphafi leiktíðar og samdi við Njarðvíkinga. 

 

Fréttir
- Auglýsing -