spot_img
HomeFréttirHaukur á heimleið - óvíst með Smáþjóðaleikana

Haukur á heimleið – óvíst með Smáþjóðaleikana

Haukur Helgi Pálsson hefur lokið reynslutímabili sínu hjá Laboral Kutxa í ACB deildinni á Spáni. Ekki varð úr að hann gerði samning til enda tímabilsins hjá félaginu.

 

Síðasti leikur Hauks með Laboral var um síðustu helgi þegar liðið lá 77-85 gegn Murcia en þá kom Haukur ekki við sögu. Þá var Haukur einnig á bekknum í þarsíðasta leik gegn Fuenlabrada en hann fékk 8 mínútur í öruggum sigri gegn CAI Zaragoza þann 19. apríl sem voru einu mínútur hans fyrir Laboral Kutxa.

Haukur er nú á heimleið að undirbúa sig fyrir landsliðssumarið en hann sagði í snörpu samtali við Karfan.is ekki vita hvort honum tækist að vera með á Smáþjóðaleikunum. „Ég er enn að jafna mig eftir tímabilið í bakinu og ökkla og verð að sjá til hvort ég nái Smáþjóðaleikunum. Ég vil ekki vera að flýta mér að neinu ef líkaminn er ekki tilbúinn. 

Fréttir
- Auglýsing -