spot_img
HomeFréttirHaukum og Keflavík hótað sumarfríi

Haukum og Keflavík hótað sumarfríi

Tveir leikir fara fram í 8-liða úrslitum í Domino´s deild karla í kvöld. Haukum og Keflavík er hótað sumarfríi enda bæði lið 2-0 undir í sínum rimmum. Stjarnan leiðir 2-0 gegn Keflavík og Njarðvíkingar leiða 2-0 gegn Haukum. Sigrar hjá Njarðvík og Stjörnunni í kvöld tryggir þeim farseðilinn í undanúrslitin.
 
 
Báðir leikirnir í kvöld í Domino´s deild karla hefjast kl. 19:15 en leikið er í TM-Höllinni og Ljónagryfjunni í Njarðvík þar sem Stöð 2 Sport verður með viðureign Njarðvíkinga og Hauka í beinni útsendingu.
 
Í kvöld fara einnig fram undanúrslitaleikirnir í 2. deild karla en ÍG og Sindri mætast kl. 19:00 í Ásgarði í Garðabæ og Íþróttafélag Breiðholts og Álftanes mætast kl. 19:30 í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Þau lið sem hafa sigur í kvöld tryggja sér sæti í 1. deild á næstu leiktíð en mætast engu að síður í úrslitaleik á næstu dögum.
 
 
Mynd/ Axel Finnur – Fyrstu tveir leikir Hauka og Njarðvíkinga hafa verið jafnir og spennandi, tekst Haukum að forða sér frá sumarfríi í kvöld?
Fréttir
- Auglýsing -