7:56
{mosimage}
Kvennalið Hauka í Iceland Express deild kvenna hefur fengið til liðs við sig bandarísku stúlkuna Moneku Knight. Knight þessi er bakvörður og lék með TCU háskólanum í Bandaríkjunum þar sem hún útskrifaðist nú um áramótin. Þetta kemur fram á visir.is
Visir.is segir að hún sé 173 cm og muni væntanlega spila sinn fyrsta leik með Haukum gegn Hamri í Hveragerði á miðvikudaginn.
Mynd: www.daylife.com



