23:31
{mosimage}
(Risarnir Jóhannes Jóhannesson og Birgir Pétursson að kljást)
Haukar unnu KFÍ í kvöld í 1. deild karla 91-78 en leikið var að Ásvöllum í Hafnarfirði. Fyrir leikinn voru Haukar í 2. sæti deildarinnar með 12 stig og KFÍ-menn í því sjötta með sex stig.
Haukar voru einráðir á vellinum í fyrri hálfleik og keyrðu upp muninn jafnt og þétt og allt virtist stefna í auðveldan sigur heimamanna. Þeir leiddu 27-13 eftir fyrsta leikhluta og munurinn var orðinn meira helmingi meiri í hálfleik en þá voru Haukar 25 stigum yfir 49-24.
Orkudrykkurinn sem KFÍ menn drukku í hálfleik hafði greinilega góð áhrif á liðið en það var allt annað lið sem mætti til leiks í seinni hálfleik. Þeir spiluðu öfluga vörn og áttu Haukamenn í miklum vandræðum með hana. Einnig fóru skotin að rata ofaní hjá Ísfirðingum og minnkuðu þeir muninn jafnt og þétt og þegar um fjórar mínútur voru eftir af seinni hálfleik var munurinn kominn í átta stig.
{mosimage}
(Craig Schoen skoraði mest allra í kvöld eða 35 stig)
Ísfirðingar náðu ekki að minnka muninn meir en Óskar Ingi Magnússon, leikstjórnandi Hauka, var sterkur fyrir heimamenn á endasprettinum og setti mikilvægar körfur og gerði um leið út um vonir gestanna um sigur.
Hjá Haukum var fyrrnefndur Óskar Ingi Magnússon sterkastur Haukamanna en hann skoraði 26 stig og Sveinn Ómar Sveinsson var með 17 stig og 11 fráköst.
{mosimage}
(Gunnlaugur Gunnlaugsson að sækja að körfu Haukamanna)
Hjá KfÍ var Craig Schoen allt í öllu en hann skoraði 35 stig og var sjóðandi heitur í seinni hálfleik. Pance Illievski skoraði 25 stig og Birgir Pétursson var grimmur í teignum og tók heil 18 fráköst.
Tölfræði leiksins
myndir: [email protected]
{mosimage}
(Kristinn Jónasson)
{mosimage}
(Það er betra að vera í skónum þegar maður er inná)
{mosimage}
(Borce að ræða við drengina sína)



