spot_img
HomeFréttirHaukasigur á heimavelli

Haukasigur á heimavelli

Efsta lið deildarinnar, Keflavík skellti sér rúmt korter eftir Reykjanesbrautinni og mætti í Ólafssal á Ásvöllum. Þar biðu Haukamenn tilbúnir. Heimamenn sátu í áttunda sæti fyrir leikinn í svolitlum pakka og mikilvægt fyrir þá að halda í við liðin í kringum sig. Keflvíkingar voru án síns besta leikmanns Domynikas Milka en þrátt fyrir það með nokkuð sterkt lið á pappír.

Haukarnir voru betri í kvöld frá fyrstu stundu, náðu fljótlega 10 stiga forystu og þrátt fyrir áhlaupstilraunir Keflvíkinga í öðrum og þriðja leikhluta þá leiddu Haukar frá fyrstu sekúndu til þeirrar síðustu og lokuðu þessum með 16 stigum, 86-70.

Stigahæstur Haukanna var Flenard Whitfield með 19 stig en hjá Keflvíkingum var Hörður Axel atkvæðamestur með 18 stig.

Stærðarhagkvæmni
Keflvíkingar voru sem fyrr segir án Milka, sem gerði það að verkum að Guðmundur Jónsson og Magnús Traustason þurftu að leysa kraftframherjastöðuna. Það þýddi að annar þeirra þurfti að stíga út Gerald Robinson eða Whitfield í hverri sókn. Það tekur virkilega á og nýttu Haukarnir sér þetta sérstaklega í lokin þar sem þeir tóku hvert sóknarfrákastið á fætur öðru og lokuðu leiknum þannig. 56 – 40 í fráköstum.

Flautan
Fyrir körfuboltaáhugamanninn var þetta ekki skemmtilegt. Mikið flautað og mikið vælt í dómurum leiksins. heildartaflan leit svona út í lokin: 49 heildarvillur, 4 tæknivillur og af þessum 49 villum voru ansi margar í frákasti eða á stökkskotmanni. Meiri skemmtun, minna væl og minna flaut takk.

Hvað næst?
Haukarnir fóru með sigrinum upp í 10 stig í deildinni, jafn mörg og ÍR og KR í fjórða til sjötta sæti.
Keflavík er enn á toppnum, en ekki lengur í friði frá umheiminum. Þeir hafa 12 stig rétt eins og Stjarnan og Tindastóll.

Tölfræði leiksins

Myndasafn

Myndir / Bára Dröfn

Fréttir
- Auglýsing -