spot_img
HomeFréttirHaukarnir sterkari á endasprettinum(Umfjöllun)

Haukarnir sterkari á endasprettinum(Umfjöllun)

01:28

{mosimage}
(Jóhanna Sveinsdóttir og Telma Fjalarsdóttir að berjast um lausan bolta)

Haukar og Hamar mættust í Iceland Express-deild kvenna í kvöld á Ásvöllum þar sem heimastúlkur fóru með sigur af hólmi 82-74 í leik sem var ekki mikið fyrir augað en leikmenn beggja liða bættu skort á fagurfræði upp með baráttu


,,Þetta var erfiður leikur fyrir dómarana að dæma,” sagði Yngvi Gunnlaugsson þjálfari Hauka eftir leik en leikmenn tóku vel á því í leiknum. Það voru Haukar sem byrjuðu betur og komust í 7-2 eftir að La Kiste Barkus(32 stig, 6 fráköst, 5 stoðsendingar) hafði skorað fyrstu körfu leiksins. Unnur Tara Jónsdóttir byrjaði(19 stig, 6 fráköst, 4 stoðsendingar) vel fyrir Hauka en hún skoraði 8 af 15 fyrstu stigum Hauka og Hafnfirðingar 15-6 yfir. Þá kom góður kafli hjá Hamri en ær skoruðu átta stig í röð og minnkuðu muninn í eitt stig 15-14 og skoraði La Kiste fimm stig á þessum kafla. Kiera Hardy(28 stig, 11 stoðsendingar) svaraði fyrir Hauka með tveimur vítum og liðin skiptumst svo á körfum út leikhlutann en það voru Haukar sem höfðu yfirhöndina og leiddu 24-19 eftir fyrsta leikhluta.

{mosimage}
(Kiera Hardy var með tvennu fyrir Hauka 28 stig og 11 fráköst)

Í öðrum leikhluta komst Hamar yfir í fyrsta skipti síðan í upphafi leiks þegar La Kiste Barkus kemur Hvergerðingum yfir 32-33 með tveggja stiga körfu. Haukar komast yfir á ný með körfu frá Kristrúnu Sigurjónsdóttur(17 stig) og Hamar fer á ný yfir með körfu frá Jóhönnu Sveinsdóttur(5 stig) og staðan 34-35. Þá kemur góður kafli hjá Haukum þar sem þær skora 10 stig í röð og breyta stöðunni í 44-35. Hamar átti lokaorð leikhlutans þegar Fanney Guðmundsdóttir(5 stig) setti tvö víti og munurinn í hálfleik sjö stig 44-37.

Seinni hálfleikur var jafn og unnu Hvergerðingar sig inn í leikinn á ný. Þær skoruðu margar auðveldar körfur eftir sóknarfráköst og Haukaliðið átti í smá vandræðum. Aðeins munaði þremur stigum fyrir lokaleikhlutann og allt opið.

{mosimage}
(Hafrún Hálfdanardóttir skoraði 6 stig í þriðja leikhluta)

Loka leikhlutinn hélt áfram eins og sá þriðji – mikill barningur og liðin að skiptast á körfum. Í stöðunni 71-67 fyrir Haukum setur Íris Ásgeirsdóttir(3 stig) þriggja-stiga og minnkar muninn í 1 stig 71-70. Nær komst Hamar ekki að sinni en Haukavörnin kláraði leikinn og Hamarsstúlkur skoruðu aðeins fjögur stig á lokakaflanum gegn 11 frá Haukum en Haukar voru mikið á línunni og því munurinn kannski helst til stór.

Hamarsliðið var að spila vel og með smá heppni þá hefði sigurinn getað endað þeirra megin. Aftur á móti var Haukaliðið sterkt á endasprettinum og setti í lás í vörninni þegar mest á reyndi.

Tölfræði leiksins

Stigahæst hjá Haukum var Kiera Hardy með 28 stig en hjá Hamri var La Kiste Barkus með 32 stig.

[email protected]

Myndir: [email protected]

{mosimage}
(La Kiste Barkus þurfti að hafa fyrir sínum 32 stigum í kvöld)

Fréttir
- Auglýsing -