spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaHaukar völtuðu yfir Blika og stálu öðru sætinu

Haukar völtuðu yfir Blika og stálu öðru sætinu

Lokaumferð Subway deildar kvenna fór fram í kvöld með fjórum leikjum. Í Ólafssal tóku heimakonur á móti Breiðablik en liðin á sitthvorum enda töflunnar.

Jafnt var á flestum tölum í fyrsta leikhluta og ef horft var til hans var framundan jafn leikur. Óhætt er að segja að það hafi ekki orðið staðreyndin. Haukar gáfu í öðrum leikhluta og skildu kópavogsbúa eftir í reyknum. Staðan í hálfleik var 35-23 fyrir Haukum.

Seinni hálfleikur fór svo 53-22 fyrir Haukum í seinni hálfleik og lokastaðan 88-45 fyrir heimakonum. Á sama tíma tapaði Valur gegn Njarðvík og stálu Haukar því öðru sæti deildarinnar. Það þýðir að liðið er með heimaleikjarétt í undanúrslitunum gegn Val.

Keira Robinson var frábær í liði Hauka með 14 stig, 15 fráköst og 6 stoðsendingar. Eva Margrét Kristjánsdóttir sneri aftur á parketið og var með 9 stig og 9 fráköst. Einnig er vert að nefna að Jana Falsdóttir var aftur í hóp í kvöld og því eru Haukar að ná vopnum sínum fyrir úrslitakeppni.

Anna Soffía Lárusdóttir var stigahæst í liði Breiðablik með 14 stig. Tímabilinu er þar með lokið hjá Blikum, niðurstaðan 4 sigrar á tímabilinu og 7. sætið. Liðinu var spáð 6. sæti fyrir tímabilið.

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -