spot_img
HomeFréttirHaukar upp að hlið KR: Sóknarleikurinn ekki nógu góður segir Gréta(Umfjöllun)

Haukar upp að hlið KR: Sóknarleikurinn ekki nógu góður segir Gréta(Umfjöllun)

00:36

{mosimage}

Haukar unnu Fjölni í kvöld í Iceland Express-deild kvenna. Fyrir leikinn höfðu Haukar unnið allar viðureignir þessara liða í vetur og var engin undantekning í kvöld en Haukar fóru með 15 stiga stigur af hólmi 72-57. Eftir sigurinn eru Haukar í 3.-4. sæti með 20 stig eins og KR en þær svart hvítu eiga tvo leiki inni og leika gegn Hamri á fimmtudagskvöld.

,,Munurinn var of mikill í endann,” sagði Gréta Grétarsdóttir spilandi þjálfari Fjölnis eftir leikinn um lokatölurnar en henni fannst sitt lið gera of erfiða hluti. ,,Sóknarleikur okkar var ekki nógu góður og nógu gott flæði. Það gekk betur í fyrri hálfleik en við verðum að láta boltann vinna meira fyrir okkur og velja einföldu hlutina. Við gerðum þetta alltof flókið.” 

Leikurinn var jafn framan af en þegar leið á leikinn náðu Haukar fínu forskoti og unnu sanngjarnan sigur. Þrátt fyrir að það hafi aldrei munað mörgum stigum þá virtust Haukastelpur hafa þetta í hendi sér. Eftir 1. leikhluta voru Haukar þremur yfir 22-19 en Fjölnir leiddi um tíma og staðan var 19-19 þegar skammt var til loka fyrsta leikhluta. Kiera Hardy skoraði síðustu körfuna og Haukar voru yfir þegar 2. leikhluti hófst.

{mosimage}

Í öðrum leikhluta náuð Haukar 10 stiga forystu snemma 31-21 en Haukastelpur skoruðu níu stig í röð þegar staðan var 22-21. Í hálfleik munaði 6 stigum og mega Grafarvogsbúar þakka þjálfara sínum fyrir að munurinn var ekki meiri í hálfleik en hún skoraði síðustu körfu hálfleiksins en þá setti hún þrist og staðan 36-30 í hálfleik.

Þriðji leikhluti var sveiflukenndur en Fjölnir náði að minnka muninn í fimm stig 55-50 þegar Gréta Grétarsdóttir skoraði þrist en nær komust þær ekki. Haukar skoruðu næstu 11 stig og komnar með 16 stiga forystu. Það reyndist Fjölni of mikið og Haukar unnu 72-57.

{mosimage}

Hjá Haukum var Unnur Tara Jónsdóttir stigahæst með 23 stig en hún stóð sig afar vel á báðum endum vallarins. Hún tók einnig 9 fráköst ásamt því að stela 5 boltum. Kiera Hardy kom henni næst i stigum en sú bandaríska skoraði 17 stig og gaf 7 stoðsendingar.

Hjá Fjölni var Gréta Grétarsdóttir með 15 stig og 12 fráköst og Birna Eiríksdóttir var með 14 stig. Slavica Dimovska var nálægt þrennunni en hún skoraði 8 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 12 fráköst.

Tölfræði
Staðan

[email protected]

Myndir: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -