21:46:05
{mosimage}
Keflavík vann öruggan sigur á Val í Iceland Express deild kvenna í kvöld, 91-69. Í Stykkishólmi vann Snæfell sinn fyrsta sigur í efstu deild þegar liðið lagði Grindavík 85-71 og á Ásvöllum unnu Haukastúlkur toppslaginn við Hamar 76-73 eftir að Slavica Dimovska skoraði þriggja stiga flautu körfu fyrir Hauka.
Pálína Gunnlaugsdóttir var stigahæst Keflavíkurstúlkna með 24 stig en Signý Hermannsdóttir var með tröllatvennu fyrir Val, skoraði 27 stig og tók 22 fráköst.
Detra Ashley kvaddi Snæfell með stæl og var með tröllatvennu líkt og Signý, Ashley skoraði 27 stig og tók 22 fráköst. Petrúnella Skúladóttir skoraði 25 stig fyrir Grindavík.
Slavica Dimovska átti stórleik fyrir Hauka og skoraði 38 stig en LaKiste Barkus var stigahæst Hamarsstúlkna með 20 stig.



