Nú er lokið leikjum kvöldsins í 1. deild karla og var í flestum tilvikum um örugga sigra að ræða. Í toppslagnum unnu Haukar stórsigur á Skallagrím í Borgarnesi 105-65, KFÍ vann Þór á Akureyri 74-68, á Flúðum unnu Valsmenn Hrunamenn 76-63 en í Þorlákshöfn var spenna undir lok leiksins en þó hefur ekki tekist að hafa upp á lokatölum þar sem netsamband virðist hafa rofnað við húsið.
Landon Quick var stigahæstur Haukamanna með 24 stig og í liði Skallagríms skoraði Silver Laku einnig 24 stig.
Á Akureyri skoraði Craig Schoen 28 stig fyrir KFÍ auk þess sem hann gaf 12 stoðsendingar. Óðinn Ásgeirsson var stigahæstur heimamanna með 22 stig.
Byron Davis skoraði 25 stig fyrir Val á Flúðum en Atli Gunnarsson var stigahæstur heimamanna með 15 stig.
Mynd: Sigga Leifs



