Einn leikur fór fram í Fyrirtækjabikar kvenna í kvöld, eða viðureign Njarðvíkur og Hauka. Haukar báru nokkuð öruggan 60-77 (21-15, 15-23, 12-19, 12-20) sigur úr bítum.
Lele Hardy var mætt til leiks í Njarðvík, í rauðum búningi. Var það því við hæfi að hún skildi skora fyrstu stig Hauka í leiknum. Annars átti hún erfitt uppdráttar í fyrsta leikhlutanum og Njarðvíkingum þótti það ekki leiðinlegt.
Njarðvíkur stúlkur mættu öruggar og ákveðnar til leiks og spiluðu hörku vörn. Mikill kraftur var í Anítu Carter og átti Guðlaug Björt Júlíusdóttir glæsilegt cross-over á Sylvíu Hálfdanardóttir. Guðlaug átti einnig flott tilþrif í öðrum leikhluta þegar hún setti þrist tæpum meter frá línunni. Hardy átti í miklum erfiðleikum með þriggja stiga skotið sitt í fyrri hálfleiknum og voru öll þrjú þeirra langt frá hringnum. En þá fór Hardy að gera það sem hún gerir best, að berjast undir hringum og skilaði það henni 16 stigum og þar af mörgum and1. Það var svo auðvitað Hardy sem jafnaði bæði leikinn og kom Haukum yfir fyrir hálfleik.
Eftir að það hafði kveiknað á Haukum undir lok fyrri hálfleiks þá héldu þær áfram á sömu braut og gjörsamlega yfirspiluðu Njarðvík í þriðja leikhlutanum, 12-19. Staðan hefði verið mun verri ef Guðlaug hafði ekki sett 6 stig fyrir Njarðvík í tveimur sóknum á seinustu tveimur mínútum þriðja leikhluta.
Njarðvík voru ekki af bak dottnar og komu sér aftur inn í leikinn eftir sitt hvorn þristinn frá Soffíu Rún Skúladóttur og Guðlaugu. Haukar náðu aftur yfirhöndinni og komu sér .æginlega yfir, eftir það fór leikurinn að fjara út og Hardy fór að einbeita sér að því að safna stoðsendingum. Haukar því með nokkuð öruggan 60-77 sigur þrátt fyrir dapra byrjun á leiknum.
/Mynd – Lele Hardy fyrir vistaskiptin