spot_img
HomeFréttirHaukar unnu öruggan sigur í Vesturbænum

Haukar unnu öruggan sigur í Vesturbænum

Haukar lögðu heimahonur í KR fyrr í dag í Dominos deild kvenna, 65-79. Haukar eru eftir leikinn með fjóra sigra úr fyrstu sex leikjum sínum á meðan að KR leita enn að sínum fyrsta eftir sex leiki.

Gangur leiks

Það voru gestirnir úr Hafnarfirði sem byrjuðu leik dagsins betur. Leiddu eftir fyrsta leikhlutann, 14-21. Undir lok fyrri hálfleiksins bæta þær svo enn við forystu sína og eru þægilegum 12 stigum yfir þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 32-44.

í upphafi seinni hálfleiksins gera Haukar svo vel að halda í forystu sína. Eru 16 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 46-62. Í honum gera þær svo nóg til að sigla að lokum nokkuð öruggum 14 stiga sigur í höfn, 65-79.

Atkvæðamestar

Annika Holopainen var atkvæðamest fyrir KR í leiknum með 31 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar. Fyrir Hauka var það Alyesha Lovett sem dróg vagninn með 20 stigum, 9 fráköstum og 8 stoðsendingar.

Hvað svo?

Haukar mæta Skallagrím í Borgarnesi og KR fær Keflavík í heimsókn þann 27. janúar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -