spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaHaukar unnu nýliðaslaginn á Egilsstöðum

Haukar unnu nýliðaslaginn á Egilsstöðum

Haukar lögðu heimamenn í Hetti á Egilstöðum í kvöld í baráttu nýliða Subway deildar karla.

Eftir leikinn eru Haukar í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig á meðan að Höttur er í níunda sætinu með 10 stig.

Það voru gestirnir úr Hafnarfirði sem byrjuðu leik kvöldsins mun betur. Leiddu með 14 stigum eftir fyrsta leikhluta, 19-33. Heimamenn í Hetti ná þó áttum undir lok fyrri hálfleiksins, en tekst ekkert að skera niður forystu Hauka sem er enn 14 stig þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 42-56.

Haukar gera svo vel að halda áfram í fenginn hlut í upphafi seinni hálfleiksins og eru 15 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 59-74. Í honum gera þeir svo nóg til þess að sigla að lokum heldur öruggum 14 stiga sigur í höfn, 83-97.

Bestir í liði Hauka í kvöld voru Norbertas Giga með 24 stig, 6 fráköst og Darwin Davis með 15 stig, 8 fráköst, 5 stoðsendingar og 4 stolna bolta.

Fyrir Hött var það Juan Navarro sem dró vagninn með 21 stigi og 3 fráköstum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -