spot_img
HomeFréttirHaukar unnu nýliðana

Haukar unnu nýliðana

Haukar tóku á móti Þór frá Akureyri í Ólafssal í kvöld í Subway deild kvenna.

Haukar byrjuðu leikinn betur og höfðu sjö stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 24-17. Heimakonur héldu sama forskoti í hálfleik, 42-35.

Þórsarar náðu aldrei að ógna forystu Hauka í seinni hálfleik og svo fór að lokum að Hafnfirðingar unnu 11 stiga sigur, 84-73.

Keira Robinson var stigahæst Haukakvenna með 20 stig. Hjá gestunum var Lore Devos stigahæst með 18 stig.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -