spot_img
HomeFréttirHaukar unnu Grindavík

Haukar unnu Grindavík

21:32

{mosimage}

(Calvin Clemmons var stigahæstur Grindavíkinga í kvöld auk þess að taka 16 fráköst)

Í kvöld fóru fram 2 leikir í Iceland Express deild karla og er þeim báðum lokið. Á Ásvöllum í Hafnarfirði sigruðu heimamenn Grindavíkinga óvænt 87-86 þar sem Roni Leimu var stigahæstur heimamanna með 22 stig en fyrir gestina skoraði Calvin Clemmons mest eða 21 stig auk þess að taka 16 fráköst. Í Þorlákshöfn töpuðu heimamenn fyrir Tindastóli 96-99. Eftir 13. umferð eru því Fjölnir, Haukar og Þór Þ. öll jöfn á botninum með 6 stig. 

Í 1. deildinni sigruðu Þórsara Valsara örugglega 98-79 og í Smáranum í Kópavogi unnu Blikar lið Fsu 106-80.

r[email protected]

Mynd: karfan.is

 

Fréttir
- Auglýsing -