spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHaukar töpuðu stórt í Frakklandi

Haukar töpuðu stórt í Frakklandi

Haukar máttu þola tap í kvöld fyrir d´Ascq í Frakklandi í fjórða leik riðlakeppni FIBA EuroCup, 82-33.

Leikurinn sá fjórði sem Haukar tapa, en þegar tveir leikir eru eftir í riðlinum leita þær enn að fyrsta sigrinum.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur kvöldins ekki neitt sérstaklega jafn eða spennandi eftir fyrri hálfleikinn, en eftir fyrsta eru Haukar aðeins 2 stigum undir, 15-13 og í hálfleik er munurinn 7 stig, 32-25.

Seinni hálfleikurinn er svo líklega eitthvað sem Haukar vilja gleyma. Setja aðeins 8 stig á töfluna í þeim seinni á sama tíma og heimakonur gjörsamlega valta yfir þær með 50 stigum. Sigur d´Ascq að lokum mjög svo öruggur, 49 stig, 82-33.

Atkvæðamestar fyrir Hauka í leiknum voru þær Lovísa Henningsdóttir og Haiden Denise Palmer. Lovísa með 9 stig og Haiden með 6 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar.

Næsti leikur Hauka í keppninni er eftir landsleikjahlé þann 25. nóvember heima í Ólafssal gegn Tarbes GB.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -