spot_img
HomeFréttirHaukar tóku forystuna án þess að sýna stjörnuleik

Haukar tóku forystuna án þess að sýna stjörnuleik

22:21

{mosimage}
(Mynd úr leik liðanna á síðasta tímabili)

Haukar unnu ÍS í kvöld, 76-61, á Ásvöllum og hafa tekið forystuna í einvíginu. Hjá Haukum skoraði Ifeoma Okonkwo mest allra eða 30 stig og hjá ÍS var Signý Hermannsdóttir með 16 stig.

Fyrstu skot beggja liða geiguðu en svo kom sterkur kafli hjá Haukum þar þær náðu 12 stiga forystu 14-2. Þrátt fyrir þennan mikla mun gáfust Stúdínur ekki upp og klóruðu í bakkann og náðu finu áhlaupi og minnkuðu muninn í 6 stig, 14-8. Þegar leikhlutinn var allur höfðu Haukar 9 stiga forystu 23-14. Ifeoma Okonkwo var atkvæðamikil hjá Haukum en hún skoraði 10 stig í leikhlutanum. Hjá ÍS skoraði Casey Rost helming stiga síns liðs eða 7 af 14.

Í öðrum leikhluta skiptust liðin á körfum út allan leikhlutann og því munaði aðeins 9 stigum í hálfleik.

ÍS hóf seinni hálfleik af krafti en þær skoruðu 7 fyrstu stigin og minnkuðu muninn í 2 stig, 38-36. Þá skoraði Ifeoma 5 stig í röð fyrir Hauka og þær juku muninn. Í stöðunni 48-40 náðu Haukar góðu áhlaupi þegar þegar þær skoruðu 10 stig gegn 2 frá ÍS og höfðu því 16 forystu þegar lokaleikhlutinn hófst.

Stúdínur skoruðu fyrstu 5 stig leikhlutans og þær ætluðu að selja sig dýrt. Þegar um 4 mínútur voru eftir af leiknum höfðu þær minnkað muninn í 7 stig, 65-58, en nær komust þær ekki og Haukar unnu 15 stiga sigur, 76-61.

Leikurinn var ekki fallegur en bæði lið börðust af krafti og þannig leikir verða oft skemmtilegir. Hjá Haukum var Ifeoma Okonkwo best með 30 stig og 13 fráköst. Hjá ÍS var Signý Hermannsdóttir stigahæst með 16 stig ásamt því sem hún tók 6 fráköst og varði 5 skot.

Næsti leikur þessara liða er á sunnudagskvöld í Kennaraháskólanum og hefst hann kl. 19:15.

Tölfræði leiksins

mynd: Gunnar Freyr

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -