20:47
{mosimage}
32 liða úrslitin í Subway bikarnum eru í fullum gangi í kvöld. Einum leik er lokið og sló 1. deildarlið Hauka Iceland Expressdeildarlið Breiðabliks út á Ásvöllum, 83-75. KR vann Snæfell í Hólminum 73-79 og ÍR vann ÍG í Grindavík 67-123. Þá vann Þór Ak. lið FSu á útivelli 55-63 og Grindavík vann Ármann í Laugardalshöll 62-114. Hægt er að fylgjast með leikjum kvöldsins í Live statti KKÍ.
Sveinn Ólafur Sveinsson var stigahæstur Haukamanna með 20 stig en Rúnar Ingi Erlingsson skoraði mest Blika eða 21 stig.
Haraldur Jóhannesson og Guðmundur Ásgeirsson skoruðu 12 stig hvor fyrir ÍG en hjá ÍR skoruðu þrír menn 20 stig hver, Ólafur Þórisson, Hreggviður Magnússon og Sveinbjörn Claessen.
Í Stykkishólmi skoraði Jakob Örn Sigurðarson 29 stig fyrir KR en Sigurður Þorvaldsson var stigahæstur heimamanna með 26 stig.
Cedric Isom skoraði 30 stig og tók 17 fráköst fyrir Þór en Sævar Sigurmundsson skoraði 16 stig og tók 16 fráköst fyrir FSu.
Níels Dungal og Gunnlaugur Elsuson skoruðu 17 stig hvor fyrir Ármann en Guðlaugur Eyjólfsson var stigahæstur Grindvíkinga með 28 stig.



