spot_img
HomeFréttirHaukar sýndu klærnar(Umfjöllun)

Haukar sýndu klærnar(Umfjöllun)

22:00

{mosimage}

Bikarmeistarar Hauka eru komnir áfram í undanúrslit Lýsingarbikars kvenna eftir 90-55 sigur á Hamri á Ásvöllum. Haukastelpur voru beittar í varnarleik sínum og skoruðu margar auðveldar körfur eftir að hafa spilað góðan varnarleik. Þessi lið mættust síðastliðin miðvikudag í Iceland Express-deild kvenna þar sem Haukar fóru með nauman 69-73 sigur af hólmi. Sigurinn í kvöld var stærsti sigur Hauka á tímabilinu fyrir utan sigur þeirra á Keflavík-b fyrr í vetur í Lýsingarbikarnum.

{mosimage}

Leikir þessara liða hafa verið frekar jafnir í vetur en Haukar hafa unnið allar viðureignir þeirra. Það voru bikarmeistararnir sem skoruðu fyrstu fimm stig leiksins en svo skoruðu Hvergerðingar næstu sjö stigin og komust yfir 5-7. Haukar náðu þá góðu áhlaupi en þær skoruðu 14 stig gegn 2 og breyttu stöðunni í 21-9. Hvergerðingar skoruðu næstu fimm stig en leikhlutinn endaði 26-18 fyrir Haukum.

Annar leikhluti var eign Hauka þó að hann hafi byrjað rólega. Í stöðunni 28-22 komast Haukastúlkur á flug og auka muninn jafnt og þétt og eftir nokkrar mínútur var munurinn kominn í 15 stig og svo héldu Haukar áfram að auka muninn en hann fór mest í 21 stig, 51-30. Í hálfleik munaði 20 stigum 54-34. Haukar náðu þessu mun með því að spila stífa og aggressíva vörn en pressan sem þær beittu skilaði þeim mörgum auðveldum körfum.

{mosimage}

Haukar hófu seinni hálfleik á tveimur vítaskotum vegna þess að Ari Gunnarsson, þjálfari Hamars, fékk tæknivillu þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik en hann var eitthvað ósáttur við dómara leiksins.

Unnur Tara Jónsdóttir nýtti annað vítið og Haukar með 21 stigs forystu. Hamarsstúlkur skoruðu næstu fjögur stig og minnkuðu muninn í 17 stig en nær komust þær ekki að sinni. Haukar héldu áfram að auka muninn sem fór mest í 33 stig en það var einmitt munurinn þegar 3. leikhluti var búinn 82-49.

{mosimage}
(Ari Gunnarsson að ganga til búningsklefa í hálfleik eftir að hafa fengið dæmda á sig tæknivillu)

Ekki er hægt að segja að sóknarleikurinn hafi verið áberandi í lokaleikhlutanum en fyrsta karfan var skoruð eftir þrjár mínútur þegar Hamar minnkaði muninn. Gestirnir skoruðu næstu körfu einnig og munurinn kominn í 29 stig 82-53. Haukastelpur skoruðu sína fyrstu körfu þegar fimm mínútur voru eftir af leikhlutanum en þar var Helena Hólm að verki. Lokamínúturnar fjöruðu út þar sem liðin skiptust á körfum og sigur Hauka aldrei í hættu.

Hjá Haukum var Kiera Hardy stigahæst með 21 stig en hún gaf einnig 7 stoðsendingar. Næst henni var Unnur Tara Jónsdóttir með 16 stig og Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoraði 15.

Hjá Hamri var LaKiste Barkus allt í öllu en hún var með 24 stig og 8 fráköst. Næst henni var Jóhanna Sveinsdóttir en hún skoraði 11 stig og tók 7 fráköst.

Tölfræði

Texti: [email protected]

Myndir: [email protected] og Emil Örn Sigurðarson

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -