spot_img
HomeFréttirHaukar sterkari í lokin

Haukar sterkari í lokin

Valur tóku á móti Haukum í Vodafonehöllinni í kvöld í leik sem bauð uppá mjög lágt stigaskor en engu að síður mjög skemmtilegan og á köflum spennandi leik. Leikurinn var mjög jafn í fyrri hálfleik en svo áttu Haukar gríðarlega góðan kafla í þriðja leikhluta þar sem þær náðu 15 stiga forskoti og virtust ætla að skilja Valsstúlkur eftir. Þær komu hins vegar mjög sterkar til baka og unnu upp muninn og var aðeins þriggja stiga munur með tæpar þrjár mínútur til leiksloka. En Haukar kláruðu leikinn og unnu 54-63.
 
Leikurinn byrjaði mjög rólega og lítið skorað og var staðan aðeins 5-6 eftir fimm mínútna leik. Haukar komust í 5-10 en Valur klárði leikhlutann vel og staðan að honum loknum 11-13.
 
Valur byrjuðu annan leikhlutann á 6-0 kafla og tók það Hauka rúmar fjórar mínútur að skora. Eftir það var leikurinn í járnum þar sem lítið gekk hjá báðum liðum sóknarlega. Því nennti Rut Herner Konráðsdóttir ekki og tók þrist beint á móti körfunni spjaldið ofan í. Íris Sverrisdóttir vildi ekkert með svoleiðis hafa og svaraði strax í næstu sókn og hamraði niður þrist. Þá tók við mjög slök vörn hjá báðum liðum sem buðu upp á opna aðrein að körfunni. Haukar fóru að síga aðeins framúr undir lok fyrri hálfleiks en Guðbjörg Sverrisdóttir lagaði stöðuna fyrir Val með þriggja stiga körfu þegar 6 sekúndur voru til hálfleiks, 27-30.
 
Valur byrjuðu seinni hálfleikinn á fullri pressuvörn og skoruðu þær fyrstu fjögur stig leikhlutans. Eftir það fóru Haukastúlkur hinsvegar á flug og gjörsamlega yfirspiluðu þær 2-18. Náðu þær mest 15 stiga forustu í stöðunni 33-48. Eftir að hafa ekki skorað stig í fjórar mínútur áttu Valur góðan kipp þar sem þær enduðu leikhlutann á 9-0 áhlaupi þar sem Anna Alys Martin og Unnur Lára Ásgeirsdóttir fóru fyrir liðinu.
 
Þórunn Bjarnadóttir átti slæma sendingu á Rut við miðlínu vallarins sem Gunnhildur Gunnarsdóttir komst inn í og geistist hún fram í hraðaupphlaupið og leit út fyrir að hún ætti greiða leið í sniðskotið en Rut hafði ekki áhuga á slíka og elti hún hana uppi og varði skotið hennar einkar glæsilega. Með baráttu og eljusemi minnkuðu Valsstúlkur muninn niður í 47-50 en þá vöknuðu Haukastúlkur aftur til lífsins og eftir þrist frá Auði Írisi Ólafsdóttir voru Haukar komnar átta stigum yfir, 47-55. Þá komu Valsstúlkur aftur til baka þar sem að Martin setti þrist. Guðbjörg stal svo boltanum og voru Valsstúlkur mættar fjórar á móti einni í Haukum og minnkuðu þær muninn aftir í aðeins þrjú stig, 52-55. Ragna Margrét Brynjarsdóttir átti þá afdríkaríka villu þegar hún braut á Gunnhildi þegar hún var komin framhjá henni þar sem hún skoraði ásamt því að setja niður vítið. Nær komust því Valsarar ekki og neyddust þær til að senda Hauka ítrekað á línuna eftir það þar sem þær kláruðu leikinn.
 
 
 
 
Mynd/ Lele Hardy var með tröllatvennu að venju og Rut Herner Konráðsdóttir átti góða varnatakta í kvöld
Fréttir
- Auglýsing -