spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaHaukar sterkari á lokasprettinum í Ólafssal

Haukar sterkari á lokasprettinum í Ólafssal

Haukar höfðu betur gegn Njarðvík í Ólafssal í kvöld í A riðil Subway deildar kvenna, 88-78.

Eftir leikinn sem áður er Njarðvík í 2. sæti deildarinnar með 28 stig á meðan að Haukar eru í 4.-5. sætinu með 20 stig líkt og Stjarnan.

Leikur kvöldsins var okkuð jafn á upphafsmínútunum, en heimakonur í Haukm voru þó skrefinu á undan við lok fyrsta fjórðungs, 15-13. Þær ná svo að bæta við forskot sitt undir lok fyrri hálfleiksins og eru 9 stigum yfir þegar liðin halda til búningsherbergja, 41-32.

Leikurinn er svo í nokkru jafnvægi í upphafi seinni hálfleiksins, þar sem Haukar eru enn 5-10 stigum á undan mest allan þriðja leikhlutann, en munurinn fyrir þann fjórða var 12 stig, 67-55. Í lokaleikhlutanum nær Njarðvík að setja saman áhlaup á forskot heimakvenna og ná að jafna leikinn um miðbygg fjórðungsins. Lengra komast þær þó ekki og ná Haukar að lokum að vinna leikinn nokkuð þægilega, 88-78.

Atkvæðamestar heimakvenna í leiknum voru Tinna Guðrún Alexandersdóttir með 28 stig, 9 fráköst og Keira Robinson með laglega þrennu, 20 stig, 10 fráköst og 11 stoðsendingar.

Fyrir Njarðvík var það Selena Lott sem dró vagninn með 40 stigum, 10 fráköstum og 6 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -