Keflavík og Haukar spiluðu í kvöld í undanúrslitaleiknum í Poweraid bikarnum í TM höll þeirra Keflvíkinga. Fyrir leik höfðu margir spáð fyrir sigri Hauka þar sem þær hafa jú tekið í síðustu tveimur leikjum þessara liða sigur og sá síðasti var nokkuð sannfærandi. En leikurinn var hin besta skemmtum, vel barist í öllum hornum og fór svo að Haukastúlkur höfðu sigur að lokum 66:76 og leika því til úrslita gegn Snæfell í bikarnum þetta árið.
Núverandi bikarmeistarar Keflavíkur byrjuðu leikinn af krafti og ætluðu ekki að sleppa bikarnum baráttulaust. Þær tóku strax forystu í leiknum og sem fyrr segir voru þær að berjast vel. Haukastúlkur voru aðeins lengur í gang en leikur þeirra batnaði töluvert þegar á leið í leiknum. Keflavík leiddi með þremur stigum í hálfleik en þriðji leikhluti reyndist þeim ansi erfiður. Í þriðja leikhluta tóku Haukar öll völd á vellinum og náðu mest 13 stiga forystu og þar var grunnurinn að sigrinum lagður. Haukastúlkur voru grimmar á öll fráköst og réðust hart að körfu Keflvíkinga. Sú barátta skilaði þeim heilum 30 sóknarfráköstum og með slíkar tölur áttu varla að getað tapað leik. Keflavíkurstúlkur fá þó prik fyrir að hætta aldrei og voru í raun hársbreidd frá því gera leikinn spennandi á loka sekúndunum þegar þær náðu að minnka muninn niður í 3 stig. En Haukastúlkur voru skynsamar og léku einstaklega agaðan og skipulagaðan sóknarleik.
Flestir eru mér sammála að sigur Hauka var verðskuldaður þetta kvöldið. Þrátt fyrir slaka byrjun þá voru þær sterkari aðilinn þegar á heildina er litið. Þær spiluðu með sjálfstraustið í botni og ákveðnar í öllum sínum aðgerðum. Á meðan þá leit þetta út fyrir að vera akkúrat öfugt hjá heimasætunum í Keflavík. Byrjuðu leikinn vel en virstu missa alla trú á verkefninu þegar á leið.
Það verða því Snæfell og Haukar sem leika til úrslita um bikarinn þetta árið.



