spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaHaukar senda frá sér tilkynningu

Haukar senda frá sér tilkynningu

Haukar sendu í dag frá sér fréttatilkynningu þar sem farið er yfir atvikið sem átti sér stað í Síkinu í gærkvöldi í leik liðsins er leikmaður þeirra David Okeke hneig niður eftir tæplega 18 mínútna leik.

Í tilkynningunni er meðal annars staðfest að David hafi í dag verið fluttur frá sjúkrahúsinu á Akureyri til frekari aðhlynningar á Landsspítalanum. Enn frekar segist félagið bíða frekari fregna, en þakkar sjálfboðaliðum og starfsmönnum Tindastóls fyrir góð viðbrögð.

Tilkynning

Í gærkvöldi í leik Tindastóls og Hauka hneig David Okeke, leikmaður mfl. niður í miðjum leik og þurfti á læknisaðstoð að halda í kjölfarið. Var farið með hann á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar og rannsókna og gisti hann þar í nótt. Í morgun var farið með hann með sjúkraflugi til Reykjavíkur og er hann kominn undir læknishendur sérfræðinga á Landspítalanum.

Það fór um marga þegar hann hneig niður og viljum við þakka góð viðbrögð á Sauðárkróki meðal sjálfboðaliða og starfsmanna í húsinu. Læknir sem var í húsinu meðal áhorfenda hjálpaði okkar manni og við erum við gífurlega þakklát góðum viðbrögðum.

Nú bíðum eftir frekari fréttum af hans heilsu og vonum að hann nái fyrri styrk.

Fréttir
- Auglýsing -