spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaHaukar semja við tvo leikmenn

Haukar semja við tvo leikmenn

Þær Ragnheiður Björk Einarsdóttir og Hanna Þráinsdóttir hafa gengið til liðs við Hauka og munu spila með Haukum út tímabilið, en þær voru báðar í liðinu er það mætti Keflavík í kvöld í 14. umferð Subway deildar kvenna.

Hanna Þráinsdóttir er uppalin í Haukum og lék upp yngri flokkana með félaginu ásamt því að vera í meistaraflokki félagsins. Einnig lék hún með meistaraflokkkum Skallagríms og ÍR áður en hún hélt til Bandaríkjanna að spila með Georgian Court University.

Ragnheiður Björk Einarsdóttir kemur til félagsins frá Breiðablik en hún er upprunalega frá Flúðum og lék með Hrunamönnum áður en hún kom til Hauka og var m.a. í liði félagsins sem varð Íslandsmeistari tímabilið 2017-2018. Ragnheiður lék í háskólaboltanum með California Baptist og Eckerd Tritons en hún útskrifaðist þaðan í vor.

Fréttir
- Auglýsing -