spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaHaukar ráðast í fjáröflun fyrir Evrópukeppnina

Haukar ráðast í fjáröflun fyrir Evrópukeppnina

Haukar munu í vetur vera fyrsta íslenska kvennaliðið í fimmtán ár til þess að taka þátt í Evrópukeppni er liðið leikur í EuroCup. Í undankeppninni drógst liðið á móti portúgölsku deildarmeisturunum Uniao Sportiva, en leikið verður heima og heiman.

Fyrri leikur liðanna er 23. september í Ólafssal í Hafnarfirði og sá seinni í Portúgal vikur seinna, 30. september.

Líkt og við er að búast eru slík Evrópuævintýri liða ekki ódýr ofan á annan kostnað sem verður til við að reka sterkt lið eins og Hauka. Í ljósi þess hefur félagið og leikmenn þess því gripið til þess ráðs að reyna að fjármagna keppnina með sölu á kleinum og pizza deigi.

Allar frekari upplýsingar um hvernig megi leggja verkefninu lið með þessum hætti er að finna hér fyrir neðan í færslu félagsins á samfélagsmiðlum frá því fyrr í dag.

Fréttir
- Auglýsing -