spot_img
HomeFréttirHaukar pökkuðu Þór Þorlákshöfn á Ásvöllum

Haukar pökkuðu Þór Þorlákshöfn á Ásvöllum

Heimamenn í Hafnarfirðinum áttu ekki í miklum erfiðleikum með Þórsara í kvöld. Brandon Mobley átti góðan leik með 32 stig, 9 fráköst og 31 framlagsstig. Hjá gestunum var Ragnar Nathanaelsson atkvæðamestur með 17 stig, 12 fráköst og 24 framlagsstig.

 

Leikurinn í kvöld fór jafnt af stað, liðin jöfn að stigum fyrir leik og að berjast um heimavallarréttinn í úrslitakeppninni. Haukarnir áttu fyrstu stig leiksins en eftir það höfðu gestirnir yfirhöndina í 1. leikhluta allt fram á lokamínútuna þegar Kristinn Jónasson henti í eina risa troðslu og kom Haukum yfir.

 

Eftir þetta var leikurinn heimamanna. Þórsarar nýttu færin sín oft illa og Vance Hall var ekki að skila sama stigafjölda og vanalega. Það var hart spilað og töluverður pirringur í leikmönnum beggja liða. Þetta kristallaðist í 3. leikhlutanum þegar Brandon Mobley fékk tæknivillu fyrir flopp og Grétar Ingi Erlendsson fékk svo óíþróttamannslega villu hálfri mínútu seinna. Áhlaupið sem Þórsarar þurftu til að jafna leikinn kom aldrei og Haukarnir kláruðu leikinn mun betur, lokatölur 86-62.

 

Haukar-Þór Þ. 86-62 (19-18, 23-16, 20-12, 24-16)

Haukar: Brandon Mobley 32/9 fráköst, Kári Jónsson 19/5 fráköst/5 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 12/8 fráköst, Haukur Óskarsson 10/7 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Kristinn Jónasson 6/5 fráköst, Kristinn Marinósson 3/7 fráköst, Arnór Bjarki Ívarsson 2, Emil Barja 2/6 stoðsendingar, Óskar Már Óskarsson 0, Ívar Barja 0, Gunnar Birgir Sandholt 0. 

Þór Þ.: Ragnar Ágúst Nathanaelsson 17/12 fráköst/3 varin skot, Vance Michael Hall 12/6 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 10/5 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 6, Ragnar Örn Bragason 6/6 fráköst, Emil Karel Einarsson 4/5 fráköst, Magnús Breki Þór?ason 3, Grétar Ingi Erlendsson 2, Benjamín Þorri Benjamínsson 2, Halldór Garðar Hermannsson 0, Davíð Arnar Ágústsson 0, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0. 

Fréttir
- Auglýsing -