spot_img
HomeFréttirHaukar og Valur kveðja Helenu á morgun - Frítt inn á leik...

Haukar og Valur kveðja Helenu á morgun – Frítt inn á leik liðanna í Ólafssal

Helena Sverrisdóttir lagði skóna á hilluna nú fyrr í mánuðinum eftir rúmlega 20 ára langan glæstan feril. Félag hennar Haukar í Hafnarfirði taka á móti Valsstúlkum í Subwaydeildinni á laugardag kl. 18:00 og ætla þau að nýta tækifærið, fyrst að Valur er í heimsókn, og kveðja formlega Helenu, en þessi tvö lið eru þau einu sem hún hefur spilað með á Íslandi. Við það tilefni hefur B&L ákveðið að bjóða á leikinn og verður frítt inn á meðan húsrúm leyfir.

Fréttir
- Auglýsing -