spot_img
HomeFréttirHaukar og Þór með sigur í 1. deild

Haukar og Þór með sigur í 1. deild

Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í kvöld. Í Hafnarfirði sigruðu Haukar Skallagrím 76-71 og á Akranesi sigruðu Þorlákshafnar-Þórsarar heimamenn 100-78.
 
 
Á Ásvöllum komust Skallagrímsmenn í 4-2 og síðan tóku Haukar framúr og unnu nokkuð örugglega, voru 16 stigum yfir eftir þriðja leikhluta og gátu leyft sér að tapa þeim síðasta með 9 stigum.
 
Helgi Björn Einarsson var stigahæstur Haukamanna með 15 stig auk þess sem hann tók 7 fráköst og fiskaði 6 villur. Hjá gestunum var þjálfarinn Konrad Tota stigahæstur með 21 stig en næstur honum kom Hafþór Ingi Gunnarsson með 18 en hann tók að auki 13 fráköst.
 
Eins og fyrr segir lágu nýliðarnir á Akranesi fyrir Þór úr Þorlákshöfn 78-100 og hefur karfan.is fregnir af því að mikill haustbragur hafi verið yfir leiknum.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -