spot_img
HomeFréttirHaukar og Þór á síðasta séns í kvöld

Haukar og Þór á síðasta séns í kvöld

Haukar og Þór Þorlákshöfn mæta til leiks á síðasta séns í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í kvöld. Haukar 0-2 undir gegn Keflavík og Þór 0-2 undir gegn Tindastól. Haukar leika heima í kvöld en Þór heldur á erfiðan útivöll í Skagafirði. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15.
 
 
Haukar 0-2 Keflavík kl. 19:15 í Schenkerhöllinni í kvöld (Haukar TV)
Fyrir einvígið voru Haukar með heimavallarréttinn en Keflvíkingar tóku sig til og unnu fyrsta leik í Hafnarfirði og annan leikinn úti í Keflavík. Þeim dugir sigur í kvöld til að komast í undanúrslit og mæta þá KR í næstu umferð. Ef Haukar vinna minnka þeir muninn í 2-1 og næsti leikur er þá á mánudag á heimavelli Keflvíkinga.
 
Tindastóll 2-0 Þór kl. 19:15 í Síkinu í kvöld (Tindastóll TV)
Stólarnir unnu fyrsta leikinn í Síkinu með 12 stiga mun og annan leikinn í Icelandic Glacial Höllinni með 11 stiga mun. Í öðrum leiknum hjá Þór nærri þegar heimamenn minnkuðu muninn í 83-86 en gestirnir áttu lokasprettinn. Hvað gera Þórsarar í kvöld? Tekst þeim að töfra fram amk einn heimaleik til viðbótar eða arkar Tindastóll inn í undanúrslit?
 
  
Fréttir
- Auglýsing -