Oddaleikur Hauka og Njarðvíkur um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild kvenna fer fram kl. 19:30 í kvöld í Ólafssal.
Bæði hafa liðin skipt með sér sigrum í úrslitunum 2-2, sem og gerðu þau það í leikjum deildarkeppninnar, 2-2, en allir leikirnir 8 hafa unnist á útivelli. Allt í allt hafa Haukar þó einn sigur á Njarðvík í vetur, en hann kom á hlutlausum velli, í Smáranum, í undanúrslitum VÍS bikarkeppninnar.
Leikur dagsins
Subway deild kvenna – Úrslit
Haukar Njarðvík – kl. 19:30
Einvígið er jafnt 2-2