spot_img
HomeFréttirHaukar náðu í fyrsta sigur vetursins í Stykkishólmi

Haukar náðu í fyrsta sigur vetursins í Stykkishólmi

Haukar lögðu Snæfell í Stykkishólmi í kvöld í annarri umferð Dominos deildar kvenna, 59-67. Eftir leikinn eru Haukar með einn sigur og eitt tap á meðan að Snæfell hefur tapað fyrstu tveimur.

Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi. Haukar leiddu þó með 4 stigum, 13-17 eftir fyrsta leikhluta. Undir lok fyrri hálfleiksins bættu þær svo aðeins við forystuna, staðan 27-37 þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik.

Í upphafi seinni hálfleiksins gerðu heimakonur vel í að vinna forystu Hauka niður. Fyrir lokaleikhlutann aðeins fimm stigum undir, 47-52. Í honum gerðu Haukakonur svo nóg til að sigla nokkuð öruggum 8 stiga sigri í höfn, 59-67.

Atkvæðamest fyrir Hauka í kvöld var Alyesha Lovett með 20 stig, 10 fráköst, 3 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Fyrir heimakonur í Snæfell var það Emese Vida sem dróg vagninn með 10 stigum, 15 fráköstum og 5 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -