12:00
{mosimage}
Fyrstu deildar lið Hauka hefur orðið fyrir blóðtöku en bakvörðurinn Elvar Traustason mun ekki leika með Haukum á næstu leiktíð en Elvar er að fara í nám til Danmerkur. Elvar sem er 21 árs gamall bakvörður var með 9.4 stig og 4.8 fráköst á síðustu leiktíð en hann lék 14 leiki fyrir Hauka. Frá þessu er greint á heimasíðu Hauka.
Er hann annar leikmaðurinn sem liðið missir frá síðustu leiktíð en fyrirliði liðsins og stigahæsti leikmaður þess Sigurður Þór Einarsson verður ekki með Haukum á næsta tímabili en hann mun einnig vera við nám í Danmörku.
Elvar sem var nýliði á síðustu leiktíð var fimmti stigahæstir leikmaður Hauka í 1. deildinni en skæð lungnabólga hélt honum utan vallar um tíma.
Stefnir hann á að leika körfubolta í Danmörku en hann hefur ekki enn fundið sér lið.
Mynd: [email protected]