spot_img
HomeFréttirHaukar með eins stigs sigur ? sigurkarfan þegar 9 sekúndur voru eftir(Umfjöllun)

Haukar með eins stigs sigur ? sigurkarfan þegar 9 sekúndur voru eftir(Umfjöllun)

21:48

{mosimage}
(Sveinn Ómar Sveinsson skoraði sigurkörfuna rétt fyrir leikslok)

Haukar unnu KFÍ í kvöld 85-86 í 1. deild karla. Leikurinn fór fram á Ísafirði en átti upphaflega að fara fram föstudagskvöldið 7. mars. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann þó heimamenn hafi verið sterkari fyrstu þrjá leikhlutana. Haukar jöfnuðu 72-72 þegar rétt rúmar fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Liðin skiptust á að hafa forystuna það sem eftir lifði leiks og það voru Haukar sem voru yfir þegar lokaflautan gall. Sveinn Ómar Sveinsson skoraði sigurkörfuna þegar níu sekúndur voru eftir. Með sigrinum hafa Haukar tryggt sér sæti í úrslitakeppni 1. deildar karla og eru komnir í 4. sætið.

KFÍ var að leika annan leikinn sinn á jafn mörgum dögum en þeir unnu Þór Þorlákshöfn í gærkvöldi 93-87. Leikurinn í gær sat ekkert í heimamönnum sem voru frískir framan af ásamt gestunum úr Hafnarfirði. Sóknarleikur beggja liða var brösóttur þar sem leikmenn beggja liða hentu boltanum útaf reglulega. Lýsandi á leiknum á vef KFÍ hélt því fram að leikmenn væru með vasilín á höndunum svo sleipur var boltinn. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 21-19 fyrir KFÍ. Sigurður Þór Einarsson átti lokaskotið en geigaði á góðu þriggja-stiga skoti.

Lúðvík Bjarnason opnaði annan leikhluta með vítaskoti og minnkaði muninn í eitt stig 21-20. Haukar spiluðu svæðisvörn gegn maður á mann vörn KFÍ og virtist það hafa engin áhrif. Liðin skiptust á körfum. KFÍ jók muninn og náið sjö stiga mun 31-24. Haukar minnkuðu muninn í tvo stig 31-29 og Borce Ilievski þjálfari KFÍ var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna og tók leikhlé. Eftir leikhléið klúðruðu KFÍ menn sókn sinni og Haukar jöfnuðu 31-31 með tveimur stigum frá Lúðvíki Bjarnasyni. KFÍ skoraði næstu níu stig leiksins og staðan 40-31 þegar Pance Ilievski skoraði þriggja-stiga körfu. Sigurður Þór Einarsson minnkaði muninn í sex stig 40-34 með þriggja-stiga körfu í næstu sókn. Liðin skiptust á körfum næstu mínúturnar og Lúðvík Bjarnason skoraði lokakörfu hálfleiksins þegar hann setti stutt skot og fékk víti að auki. Staðan 45-39 í hálfleik.

{mosimage}

KFÍ skoraði fyrstu körfu 3. leikhluta og liðin settu nokkrar körfur. Staðan var 49-44 eftir þrjár mínútur þegar Lúðvík Bjarnason minnkaði muninn með þrist. Riste Stojanov jók muninn í 4 stig með einu stigi af vítalínunni 50-46. Lúðvík Bjarnason minnkaðu svo muninn í eitt stig með þriggja-stiga skoti lengst utan af velli. KFÍ skoraði næstu sex stig með stigum frá Bojan Popovich og Allen Sheppard. Haukar minnkuðu muninn í 5 stig 56-51 en þá kom góður kafli hjá KFÍ þar sem þeir skoruðu næstu fjögur stigin 60-51 og Haukar tóku leikhlé þegar 2:40 mínútur voru eftir af 3. leikhluta. Ekki batnaði leikur Hauka eftir leikhléið og þeir klúðruðu næstu sókn. KFÍ jók muninn í 10 stig með vítaskoti frá Birgi Péturssyni 61-51. Liðin skiptust á körfum út leikhlutann og það var Sigurður Einarsson sem kvaddi þriðja leikhluta með fallegu gegnumbroti og staðan 63-56 fyrir lokaleikhlutann.

Sveinn Ómar Sveinsson skoraði fyrstu körfu leikhlutans og staðan 63-58. Pance Ilievski skorað þriggja-stiga og munurinn átta stig 66-58. Liðin skiptast á körfum næstu mínúturnar. Bojan Popovich kom KFÍ í 72-66 með tveimur vítaskotum. Haukar settu þá tvo þrista í röð og jöfnuðu leikinn. KFÍ tók leikhlé til að endurskipuleggja leik sinn sem var í molum á þessum tíma. Næsta sókn KFÍ fór út um þúfur og Haukar komust yfir með hraðaupphlaupskörfu frá Jóhannesi Jóhannessyni eftir undirbúning Sigurðar Einarssonar. Haukar voru ekki lengi yfir vegna þess að Pance Ilievski skoraði þrist í næstu sókn og KFÍ 75-74 yfir. Allen Sheppard stelur boltanum og treður og KFÍ þremur stigum yfir 77-74. Jóhannes Jóhannesson skorar næstu fjögur stig Hauka, 77-78, og miðherji Hauka fór mikinn í seinni hálfleik. Bojan Popovich kom KFÍ yfir með þrist 80-78.

{mosimage}
(Pance Ilievski setti margar stórar körfur í leiknum)

Næstu mínútur voru æsispennandi og spennustigið hátt. Sigurður Einarsson færi tvö vítaskot þegar 2:40 voru eftir. Dæmd er villa á Bojan Popovich sem var mjög ósáttur við dómarann og sparkar í skilti. Fær hann tæknivillu í kjölfarið og Sigurður fær fjögur víti sem hann setur ofaní og Haukar fá boltann. Haukar vour þá 80-82 yfir. Haukar klúðruðu næstu sókn og Bojan Popovich jafnaði með tveimur vítaskotum þegar 2:23 voru eftir. KFÍ tók leikhlé og fór að pressa eftir það. Það skilaði þeim boltann þegar Sigurður Einarsson gefur slaka sendingu. Hann fær síðan dæmt á sig og var þetta hans fimmta villa og útilokun frá leiknum. Hann var búinn að vera prímusmótorinn í sóknarleik Hauka og Haukar í slæmri stöðu.

KFÍ og Haukar klúðruðu næstu sóknum og staðan jöfn 82-82. Allen Sheppard kemur KFÍ yfir með einu vítaskoti og Marel kemur svo Haukum yfirmeð tveimur vítaskotum þegar 1:10 eru eftir. Í næstu sókn fengu KFÍ menn fimm skot en þeir tóku sóknarfráköst eftir hvert geigað skot og boltinn var alltaf þeirra þegar hann fór útaf. Þetta skilaði þeim tveim vítaskotum með 22 sekúndur eftir. Allen Sheppard fór á línuna og setti bæði vítin og KFÍ yfir 85-84. Haukar lögðu af stað í sókn og boltinn rataði til Sveins Ómar Sveinssonar þegar um 10 sekúndur voru eftir. Hann snéri af sér varnarmann og fór í sniðskot og skoraði.

Reyndist þetta sigurkarfan en Bojan Popovich fékk ágætis færi með þrist í endann en geigaði og Haukar unnu og fögnuðu innilega enda voru þeir að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni.

Stigahæstur hjá Haukum var Sigurður Þór Einarsson með 25 stig og Lúðvík Bjarnason var með 22 stig.

Hjá KFÍ Bojan Popovic var með 27 stig og Allan Sheppard 25.

Tölfræði leiksins

Staðan í 1. deild karla:

Myndir úr fyrri leik liðanna: [email protected]

Texti: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -