spot_img
HomeFréttirHaukar Maltbikarmeistarar í unglingaflokki kvenna

Haukar Maltbikarmeistarar í unglingaflokki kvenna

 

Haukar sigruðu Keflavík, 67-59, í úrslitaleik unglingaflokks kvenna Maltbikarkeppninnar.

 

Fyrir leik

Þessi lið sem að mættust í dag að mjög miklu leyti byggð upp af sömu liðum og mættust í undanúrslitum meistaraflokks nú fyrir helgina. 10 leikmenn Hauka sem spiluðu þann leik og 9 frá Keflavík, sem bæði spiluðu fyrir helgi sem og úrslitaleik meistaraflokks í gær, voru í eldlínunni í dag. 

 

Kjarninn

Haukar voru mun betri aðilinn í dag. Leikur Keflavíkur bar þess eilítil merki að flestir leikmenn liðsins hefðu leikið og unnið titilinn með meistaraflokki í gær. Alveg án þess að taka neitt frá spræku liði Hauka sem að gengu bara á lagið og voru með forystuna bróðurpart leiksins. 

 

Eftir fyrsta leikhluta voru Haukar yfir 19-9. Keflavík nær svo að vinna sig inn í leikinn í 2. Þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik er forysta Hauka komin niður í 4 stig, 24-20.

 

Fyrir Hauka var Sigrún Björg atkvæðamest með 6 stig, 2 fráköst og 2 stolna bolta á meðan að fyrir Keflavík var það Birna Valgerður sem dróg vagninn með 7 stigum og 3 fráköstum.

 

Seinni hálfleikurinn er svo jafn og spennandi. Haukar halda þó í forystu sína fyrir lokaleikhlutann, 35-39. Í 4. leikhlutanum byrjar Keflavík svo betur, eftir laglega stolinn bolta og körfu frá Þórönnu ná þær að komast yfir 41-42, þegar um tvær mínútur eru liðnar af hlutanum.

 

Undir lokin er Keflavík með boltann, þremur stigum undir, 50-53 og fimmtán sekúndur eftir. Þá setur Birna Valgerður niður þriggja stiga körfu. Haukar fá boltann aftur með 5 sekúndur eftir af klukkunni. Dýrfinna fer þá upp í skot og Birna brýtur á henni. Dýrfinna klikkar á báðum vítaskotunum og því er leiknum framlengt.

 

 

Þáttaskil

Það var nánast eins og það væri bara eitt lið á vellinum í framlengingunni. Haukar byrja á 8-0 áhlaupi. Keflavík nær þó aðeins að svara, en virðast þó að mestu algjörlega bensínlausar. Fer svo að Haukar sigra með 67 stigum gegn 57.

 

Tölfræðin lýgur ekki

Haukar stálu boltanum í 25 skipti af Keflavík í leiknum á móti aðeins 15 stolnum bolta Keflavíkur af Haukum.

 

Hetjan

Þóra Kristín Jónsdóttir lék á alls oddi í dag. Skilaði þrefaldri tvennu, 17 stigum, 11 fráköstum, 8 stoðsendingum og 10 stolnum boltum.

 

 

Tölfræði leiks

Myndasafn #1

Myndasafn #2 (Bára)

 

Umfjöllun / Davíð Eldur

Myndir / Bára Dröfn

Myndir, viðtöl / Ólafur Þór

Fréttir
- Auglýsing -