spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHaukar lutu í lægra haldi gegn KP Brno í Ólafssal

Haukar lutu í lægra haldi gegn KP Brno í Ólafssal

Í kvöld fá áhugamenn um íslenskan körfubolta að berja augum Tékkneskt körfuboltalið. Hávaxið, fullþroskað og agað austurevrópskt körfuboltalið. Liðið teflir fram liði hvers meðalhæð er 178 cm sem er miðherjahæð hjá sumum íslenskum kvennaliðum.

Brno liðið er nefnt eftir næst stærstu borg Tékklands en Íslendingar kannast almennt bara við þá stærstu, höfuðborgarinnar Prag

Til að fá einhverja hugmund um getustig Brno má notast við hæsta samnefnarann.  Brno tapaði jafnstórt fyrir franska liðinu frá d‘Ascq sem rúllaði yfir Hauka í Ólafssal fyrir nokkrum vikum síðan, 82-42 og er eitthvað er að marka þau úrslit þá gæti leikurinn í kvöld orðið afar spennandi.

Haukar leggja í póker kvöldsins með fleiri blind spil, meiri óvissu, en andstæðingurinn. Óvíst er með þátttöku Helenu Sverrisdóttur sem meiddist á hné í síðasta deildarleik Hauka. Þá bættu Haukar við sig leikmanni, hreinlega í dag, þegar upplýst var að hin bandaríska Briana Grey var gengin í lið Hauka og myndi spila með gegn Brno í kvöld.

Briana er hávaxinn bakvörður og mikil skorari sé eitthvað að þær upplýsingar og myndbönd sem finna má um hana á netinu. Hvort hún getur stigið risastóra skó Helenu Sverrisdóttur mun koma í ljós í kvöld.

Tékkneska liðið er skipað þremur erlendum leikmönnum, hinni brasilísku Rebbeku Akl, Luciu Hadacovu frá Slóvakíkuog Nataliu Marie Kucowski frá Bandaríkjunum.

Fyrsti leikhluti

Leikur fer hratt af stað og bæði lið eru í vandræðum með komast í góð skotfæri. Varnarleikur beggja liða er betri en sóknarleikurinn í upphafi leiks. Lovísa Henningsdóttir nær sér í tvær villur á fyrstu 2 mínútunum. Liðið frá Brno nær sér fyrr af hrollinum og setja fyrstu átta sig leiksins. Briana hin nýja kemur inn fyrir Lovísu. Haiden skorar fyrstu stig Hauka þegar næstum fjórar mínútur eru liðnar af leiknum. Áfram halda Brno stúlkur að salla niður boltum og í stöðunni 2-15 getur Bjarni ekki annað en tekið leikhlé. Rúmlega hálfur leikhlutinn eftir og Haukar þurfa að hækka í græjunum til að bilið verði ekki of mikið á milli liðanna til að hægt verði að brúa bilið.

Rósa og Bríet Sif koma inn en áfram halda Haukar að reyna þriggja stiga skot og enginn þeirra virðist hafa styrk eða þor til að reyna að færa varnarmenn Brno nær körfunni, taka þær tékknesku á og sækja víti. Áfram eykst munurinn og er kominn í 4-20 þegar 3:20 eru eftir af leikhlutanum. Þjálfari Brno tekur leikhlé þegar 1:40 eru eftir og staðan 8-22. Erfitt er að sjá hvað honum finnst athugavert við yfirburðastöðu liðs hans en mögulega hafa njósnir hans upplýst hann um að Haukaliðið gefst aldrei upp og átti t.a.m. frábæra endurkomu á Azoreyjum, sem tryggði þeim þátttökurétt í riðlakeppninni. Brno-liðar koma ákveðnir út úr leikhléinu, verja stökkskot Briönu og setja þrist, 8-25 eru lokatölur leikhlutans.

Hingað til eru það eldhressar klappstýrur sem hafa sýnt bestu tilþrifin úr Hafnarfirði. Já, og stórkostleg lúðrasveitin í stúkunni.  Það verður ekki af Haukum tekið að umgjörð þessara Evrópuleikja kvennaliðsins er til mikillar fyrirmyndar.

Annar leikhluti

Tinna kemurinn í yrsta sinn og Rósa byrjar annan leikhluta. Hauka vantar meira grimmd en getu og mega hreinlega ekki við öðrum „aumum“ leikhluta ætli þær sér eitthvað annað en fá góða líkamsrækt út úr leiknum. Bríet Sif skorar fyrstu stig leikhlutans, eftir góðan stolinn bolta og Haukar virðast hafa fundið jafnvægið varnarmegin á vellinum því Brno stúlkur þurfa nú að sækja stig sín af meira harðfylgi.

Þristur frá Sólrúnu kemur muninum niður í 12 stig, 15-27. Nú verður  vörnin að halda áfram. Þegar leikhlutinn er hálfnaður tekur Brno liðið leikhlé og þær Elísabet, Briana og Jana koma inn eftir leikhléið. Tilfinningin er sú að Hauka byðust betri sóknarfæri með hröðum leik en með því að setja upp í hvert skipti. Þetta tékkneska lið er hávaxið og vel skipulagt varnarlega. Það er erfitt að skora hjá þeim þegar þær ná að stilla upp vörninni.

Um leið og Eva Kopecka kemur aftur inn á hjá Brno hækkar gæðastig liðsins um allnokkrar gráður og þær taka aftur völdin í leiknum og komast í 17-40 þegar 1:33 eftir af hálfleiknum. Þær eru einfaldlega sterkari í körfubolta og vanari hörðum, líkamlegum og áköfum leik en Haukarstelpurnar. Staðan í hálfleik er 19-45.

 Þriðji leikhluti

Bjarni hélt liði sínu í búningsklefanum þangað til hálfleikurinn var gott sem búinn. Hann hefur haft „nokkur orð“ að segja um frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. Það er von fréttaritara að Haukar komi grimmir, næstum því froðufellandi í seinni hálfleik. Taki áhættuna á því að safna villum varnarmegin og verða blokkaðar í drasl sóknarmegin. Það eina sem ekki er í boði er áframhaldandi eggaskeljaganga sóknarmegin.

Bestu leikmenn Brno í fyrri hálfleik voru Eva Kopecki og hin 190 sentimetra Natalie Kucowski. Spilið í kringum Evu er frábært. Þegar sóknarskipulag liðanna er skoðað þá er ekki mikill munur á hugmyndafræðinni. Tékkarnir sýna bara meira harðfylgi og setja niður fríu skotin.

Haukar byrja fjörlega, auka hraðann í sókninni og uppskera flott færi. Eftir þrjár mínútur er staðan orðin 31-48 og sóknarleikur Hauka allt annar. Leikhlé Brno þegar 06:44 eru eftir.

Þær tékknesku koma sterkar út en Huaaukar gefa ekkert eftir. Stál í stál en tékkneska liðið virðist vera betur búið í líkamleg átök. Þær kunna að halda ýta létt og halda rétt eins og segir í laginu. Hægt og hljótt dregur af íslensku leikmönnunum og tékkar ná fram því „jafnvægi“ í leiknum sem þær vilja, bæði lið að skora jafnt og munurinn helst óbreyttur. Baráttuvilji og styrkur beggja liða til algerrar fyrirmyndar. Fjölmargir boltar unnir á bakvelli beggja megin og skotklukkan rennur út. Brno-liðar svöruðu auknum krafti Hauka með maður ámann pressu allan völlinn. Staðan eftir þrjá leikhluta 40-62 eftir að Brno skorar fjögur síðustu stigin.

Fjórði leikhluti

Þriðji leikhluti var besti leikhluti Hauka í leiknum. Ef Brno hefði ekki átt síðustu fjögur stigin þá hefði hann unnist 21-13 en þegar upp er staðið skoruðu Haukar meira í þriðja leikhluta en þeim tveimur fyrstu 21-19. 

Haukar byrja með Jönu, Rósu, Lovísu, Bríet og Briönu. Brno byrja á að setja niður tvö skot en varnarmegin eur þær í einhverri samsuðu af svæði og maður á mann, nema hreinlega að virðingin fyrir þristagetu Hauka sé orðin svona lítil. Haukar virðast hafa tapað aðeins af ákefðinni á meðan Brno liðið heldur dampi. Bjarni tekur leikhlé þegar 7 mínútur eru eftir í stöðunni 44-71. Syrt hefur aftur í álinn hjá hafnfirskum.

Haiden setur niður tvist af harðfylgi áður en hin grjótharða Kopecka kemur aftur inn á. Sólrun skilar löngum þristi og Briana sækir á spjaldið og nær í tvö í viðbót. 53-71 og þjálfari Brno tekur leikhlé . Þetta var vel heppnað leikhlé hjá Bjarna og nú verður forvitnilegt að sjá hver verður mótleikurinn. Hálfur fjórði leikhluti eftir og það þyrfti kraftaverk til að Haukar næðu að stela sigri en það er ákveðinn sigur í því að vinna bæði þriðja og fjórða leikhluta.

Haukar neyða Brno í vond skot undir lok 24 sekúndna klukkunnar og Haukar fá tækifæri til að minnka muninn enn frekar en herslumuninn vantar. Skotin sem skrúfast upp úr öðrum megin fara niður hinum megin. 55-77 þegar tvær og hálf til leiksloka.

Nú eru Brno liðar farnar að tefja, bíða þess að leiknum ljúki. Vilja ekki halda Haukum á tánum. Það er þó engin knattspyrnumaður á vellinum svo tafinar einskorðast við að taka langar rólegar sóknir.

Haukar halda áfram að berjast og sækja á tékkneska liðið. Lovísa fær höfuðhögg og dæmd óíþróttamannsleg villa. Haiden stenst ekki mátið og fer og ögrar villuveitandanum og uppsker tæknivillu.  

Leikurinn rennur hægt og rólega út.Lokatölur 61-80. Sé eitthvað unnið í tapleik þá geta Haukar huggað sig við það að hafa unnið bæði þriðja og fjórða leikhluta.

Bestu leikmenn Hauka voru Haiden Palmer og Rósa Pétursdóttir. Tinna Alexandersdóttir skilaði líka góðu á þeim tíma sem hún lék. Liðið saknaði verulega akkerisins Helenu Sverrisdóttur.

Best í liði Brno og best á vellinum var Natalie Kucowski sem skilaði 23 stigum og 13 fráköstum.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Umfjöllun, viðtöl / Jóhannes Albert

Fréttir
- Auglýsing -