spot_img
HomeFréttirHaukar lögðu Stjörnuna örugglega í Umhyggjuhöllinni

Haukar lögðu Stjörnuna örugglega í Umhyggjuhöllinni

Haukar höfðu betur gegn Stjörnunni í kvöld í 19. umferð Subway deildar kvenna, 64-90. Leikurinn var sá fyrstu sem liðin leika eftir að deildinni var skipt upp í A og B deild, en eftir hann eru liðin með jafn marga sigra það sem af er tímabili eða níu talsins.

Gestirnir úr Haukum leiddu leik kvöldsins frá upphafi til enda. Munurinn 5 stig eftir fyrsta leikhluta, 12-17 og 10 stigum þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 28-38. Segja má svo að þær hafi farið langleiðina með að ganga frá leiknum í upphafi seinni hálfleiksins, þar sem þær náðu að keyra forystu sína í 20 stig yrir lokaleikhlutann, 36-56. Í honum gerðu þær svo nóg til að sigra að lokum nokkuð örugglega, 64-90.

Atkvæðamestar í liði Stjörnunnar voru Denia Davis-Stewart með 13 stig, 13 fráköst og Kolbrún María Ármannsdóttir með 15 stig og 5 fráköst.

Fyrir Hauka var Keira Robinson með 18 stig, 11 fráköst, 5 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Þá skilaði Þóra Kristín Jónsdóttir 22 stigum, 5 fráköstum og 6 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -