spot_img
HomeFréttirHaukar lögðu Stjörnuna með 18 stigum í Ólafssal

Haukar lögðu Stjörnuna með 18 stigum í Ólafssal

Haukar lögðu Stjörnuna í kvöld í Ólafssal í Subway deild karla, 101-83.

Eftir leikinn er Stjarnan í 9. sæti deildarinnar með 16 stig á meðan að Haukar eru sæti neðar í því 10. með 10 stig.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn ekkert sérlega spennandi á lokamínútunum. Mikið jafnræði var þó á með liðunum í fyrri hálfleik, þar sem Stjarnan leiddi með tveimur stigum í hálfleik, 44-46. Heimamenn sigla þá framúr í upphafi seinni hálfleiksins, gera svo endanlega útum leikinn um miðjan fjórða fjórðung og sigra að lokum gífurlega örugglega, 101-83.

Bestur í liði Hauka í kvöld var Everage Richardson með 28 stig, 6 fráköst og 8 stoðsendingar. Honum næstur var De’sean Parsons með 23 stig og 11 fráköst. Fyrir Stjörnuna var Antti Kanervo atkvæðamestur með 25 stig og 4 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -