spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaHaukar lögðu nýliðana örugglega í Skógarseli

Haukar lögðu nýliðana örugglega í Skógarseli

Haukar lögðu nýliða ÍR nokkuð þægilega í Subway deild kvenna í kvöld. Eftir leikinn eru Haukar í þriðja sæti deildarinnar með 36 stig á meðan að ÍR er í áttunda sætinu með tvö stig.

Það voru gestirnir úr Hafnarfirði sem byrjuðu leik kvöldsins betur og leiddu með 13 stigum eftir fyrsta leikhluta, 10-23. Heimakonur ná svo aðeins að spyrna við undir lok fyrri hálfleiksins, en ná ekkert að vinna á forystunni, sem er enn 15 stig þegar liðin halda til búninsherbergja í hálfleik, 25-40.

Haukar halda svo áfram að bæta við forystu sína í upphafi seinni hálfleiksins og eru komnar með 18 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann, 39-57. Í honum gera þær svo nóg til þess að sigra að lokum nokkuð örugglega með 23 stigum, 51-73.

Atkvæðamest fyrir Hauka í leiknum var Keira Robinson með 13 stig, 4 fráköst, 6 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Henni næst var Sólrún Inga Gísladóttir með 21 stig og 3 fráköst.

Fyrir heimakonur í ÍR var Greeta Uprus atkvæðamest með 15 stig og 14 fráköst. Þá bætti Aníka Linda Hjálmarsdóttir við 7 stigum og 7 fráköstum.

Bæði lið eiga leik næst komandi miðvikudag 1. mars, en þá heimsækir ÍR lið Fjölnis í Dalhús og Haukar mæta Val í Origo Höllinni.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Væntanlegt / Atli Mar)

Fréttir
- Auglýsing -