spot_img
HomeFréttirHaukar leiddu frá byrjun til enda gegn Stjörnunni

Haukar leiddu frá byrjun til enda gegn Stjörnunni

Haukar höfðu betur gegn Stjörnunni í kvöld í Ólafssal í 17. umferð Subway deildar kvenna. Stjarnan er eftir leikinn í 4. sæti deildarinnar með 18 stig á meðan að Haukar eru öllu neðar, í 5.-6. sætinu með 14 stig líkt og Þór Akureyri.

Heimakonur í Haukum leiddu leik kvöldsins frá byrjun til enda. Gestirnir úr Garðabæ voru þó aldrei langt undan og undir lokin náðu þær að koma forystu Hauka vel innfyrir 10 stigin, þar sem aðeins 6 stigum munaði þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Nær komust þær þó ekki og var niðurstaðan að lokum níu stiga sigur heimakvenna, 74-65.

Best í liði Hauka í kvöld var Keira Robinson með 18 stig, 12 fráköst, 7 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Fyrir Stjörnuna var Denia Davis-Stewart atkvæðamest með 18 stig og 16 fráköst.

Næst eiga bæði lið leik komandi þriðjudag. Þá taka Haukar á móti Fjölni og Stjarnan heimsækir Grindavík í Smárann.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -