spot_img
HomeBikarkeppniHaukar komu öllum á óvart og slógu úrvalsdeildarlið Þórs úr leik í...

Haukar komu öllum á óvart og slógu úrvalsdeildarlið Þórs úr leik í VÍS bikarkeppninni

Haukar urðu í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sig áfram úr 16 liða úrslitum VÍS bikarkeppni karla er félagið lagði Þór Akureyri heima í Ólafssal, 97-88.

Úrslitin að einhverju leyti óvænt þar sem að Haukar eru í fyrstu deildinni á meðan að Þór er í úrvalsdeildinni.

Atkvæðamestur fyrir Hauka í leiknum var Shemar Deion Bute, en hann skoraði 24 stig og tók 10 fráköst í leiknum. Þá bætti Jose Medina við 21 stigi og 5 stoðsendingum.

Fyrir Þór var það Jonathan Edward Lawton sem dró vagninn með 31 stigi og 11 fráköstum og Eric Etienne Fongue bætti við 21 stigi og 8 fráköstum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -