Í Icelandic Glacial Höllinni mættust Þór og Haukar í 17. mmferð Dominos deildarinnar. Þórsarar unnu fyrri leikinn í Haukaheimilinu en aðeins 2 stig skildu liðin að í deildinni og því búist við hörkuleik.
Í fyrsta leikhluta virtust gestirnir hafa komið yfir heiðina án vandræða og byrjuðu leikinn betur og komust fljótlega í 9-2. Eftir að hafa verið vaktir af byrjun Haukamanna náðu heimamenn að bíta frá sér og koma leiknum í járn. Skiptust liðin á körfum út leikhlutann og höfðu heimamenn forystu 26 – 23.
Annann leikhluta byrja Þórsara betur og komast í 32-25, og leit út fyrir að heimamenn væru að finna taktinn. Gestirnir létu ekki taka sig í bólinu og minnkuðu muninn hratt og ná að jafna fljótlega. Hálfleiksflauta gall eftir að liðin hefðu skiptst á því að hafa fárra stiga forystu hvort um sig en hálfleikstölur voru 48-46 heimamönnum í vil.
Í seinni hálfleik virtist Ívar hafa predikað yfir sínum mönnum og mættu þeir mun beittari á völlinn. Hálfgert andleysi virtist yfir heimamönnum og náðu þeir engan veginn að finna taktinn hvorki í vörn né sókn. Boltinn hreyfðist lítið í sókninni gegn vörn Haukamanna sem hafði fundið leiðir til þess að loka á sóknaleik heimamanna. Hjá Haukum virtist allt ganga betur upp og Emil Barja, Haukur Óskars og Alex Francis drógu vagninn bæði í stigaskori og spiluðu hörku vörn. Haukar ná góðri forystu 67-52 eftir baráttukafla en náðu heimamenn að grípa inn í og minnka muninn í 67-61 og lýkur leikhlutanum 69-63. Enn opinn leikur í höllinni þó svo að ekki hafi verið mikið um tilþrif hjá heimamönnum.
Fjórði leikhluti var alger einstefna gestanna. Sett var í algeran lás í vörninni og náðu þeir að knýja fram hvern tapaða boltann á fætur öðrum hjá Þórsurum en voru þeir samtals 21 í síðari hálfleik. Gekk meira að segja svo langt að reynt var að gefa á Jón Guðmundsson dómara leiksins úti í hægra horni, en Þórsaranum til varnar var Jón að sjálfsögðu galopinn í þessu þriggja stiga skoti. Haukarnir taka síðasta leikhlutann 30-8 og sáu heimamenn ekki til sólar í þessum leikhluta. Til að mynda skoruðu Haukar síðustu 15 stig leiksins gegn engu stigi heimamanna.
Haukar vel að þessum sigri komnir og um feit stig að ræða í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Þórsarar halda því miður upp þeim hætti að geta ekki unnið fleiri en 2 leiki í röð í deildinni en þýðir lítið að horfa um öxl því leikur strax á sunnudag gegn Skallagrími.
Atkvæðamestir í liði Þórs
Darrin Govens nálægt þrennunni þrátt fyrir frekar slakan leik 22 stig, 13 fráköst, 7 stoð
Grétar Ingi 17 stig, 9 fráköst
Tómas og Nemanja Sovic 10 stig og 5 fráköst hvor
Baldur Þór 9 stig, 3 stoð
Emil Einarsson 3 stig
Aðrir minna en Þórsarar töpuðu 32 boltum í leiknum og kann það ekki góðri lukku að stýra
Atkvæðamestir hjá Haukum
Emil Barja á stórleik með 28 stig, 6 fráköst, 4 stoð og 3 stolna bolta.
Alex Francis með myndarlega tvennu 25 stig, 14 fráköst og 6 stoð
Haukur Óskarsson 19 stig, 6 fráköst og 5 stoð
Kári Jónsson 12 stig, 6 fráköst og 6 stolna
Kristinn Marinósson 9 stig og 11 fráköst
Hjálmar Stefánsson 4 stig, 4 fráköst og 4 stoð
Helgi Björn Einarsson 2 stig og 3 fráköst
Staðan í Domino´s deild karla
| Deildarkeppni | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| Nr. | Lið | U/T | Stig | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. | KR | 16/1 | 32 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 2. | Tindastóll | 13/4 | 26 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 3. | Stjarnan | 10/7 | 20 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 4. | Njarðvík | 10/7 | 20 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 5. | Haukar | 9/8 | 18 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 6. | Þór Þ. | 9/8 | 18 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 7. | Keflavík | 8/9 | 16 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 8. | Grindavík | 8/9 | 16 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 9. | Snæfell | 8/9 | 16 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 10. | ÍR | 4/13 | 8 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 11. | Fjölnir | 4/13 | 8 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 12. | Skallagrímur | 3/14 | 6 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Umfjöllun/Vilhjálmur Atli Björnsson



