spot_img
HomeFréttirHaukar Íslandsmeistarar í Stúlknaflokki

Haukar Íslandsmeistarar í Stúlknaflokki

18:27

{mosimage}

Haukar urðu í dag Íslandsmeistarar í Stúlknaflokki þegar þær lögðu stöllur sínar í Grindavík að velli með aðeins tveimur stigum 54-56. Leikurinn var í járnum allan seinni hálfleikinn og Haukastúlkur voru sterkari á endasprettinum og  kláruðu leikinn á vítalínunni. Besti maður vallarins hjá Haukum var Ragna Margrét Brynjarsdóttir en hún skoraði 14 stig, tók 12 fráköst, varði 6 skot og gaf 5 stoðsendingar. Hjá Grindavík var Alma Rut Garðarsdóttir valin best en hún skoraði 18 stig, tók 5 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 5 boltum.

Leikurinn var fjörugur frá fyrstu mínútu og Haukar skoruðu fyrstu átta stig leiksins. Grindavík komst fyrst á blað þegar Ingibjörg Jakobsdóttir setti niður eitt víti. Haukar héldu áfram að bæta muninn og komust í 12-1. Þá vöknuðu Grindvíkingar af Þyrnirósablundi þeirra og skoruðu fimm næstu stig leiksins og staðan 12-6. Liðin skiptust á körfum út hálfleikinn og Grindavík komst yfir 23-24 með vítum frá Írisi Sverrisdóttur en það voru Haukar sem höfðu sjö stiga forystu í hálfleik 29-36.

{mosimage}

Í seinni hálfleik náði Grindavík að minnka muninn tvisvar sinnum í fjögur stig en frábær barátta í sóknarfráköstunum hélt þeim í leiknum og fengu þær oft fleiri en eitt skot í hverri sókn. Það voru þó Haukar sem náðu að kreista muninn upp og höfðu 9 stiga forystu eftir þrjá leikhluta 39-48.

Haukar urðu fyrir áfalli þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum en þá fékk hún sína fimmtu villu. Eftir það kom fát á Haukaliðið. Grindavík gekk á lagið og minnkaði muninn jafnt og þétt. Þegar 1:18 voru eftir voru Haukar á línunni og setti Helena Hólm eitt víti og jók muninn í þrjú stig 51-54. Grindavík lagði af stað í sókn en þriggja-stiga skot þeirra geigaði og Grindvík braut. Haukar juku muninn í 51-55. Alma Rut Garðarsdóttir minnkaði muninn í 1 stig 54-55 með þriggja-stiga körfu en það var lítið eftir af leiknum en það voru Haukar sem áttu síðasta stigið þegar Helena Hólm setti vítaskot og staðan 54-56. Það var ekki nægur tími eftir á klukkunni fyrir lokaskot og Haukar unnu.

Er þetta annað árið í röð sem Haukar verða Íslandsmeistarar í Stúlknaflokki en flokkurinn var settur á laggirnar á ný í fyrra.

Tölfræði leiksins

[email protected]

Mynd: [email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -