spot_img
HomeFréttirHaukar Íslandsmeistarar í minnibolta 10 ára

Haukar Íslandsmeistarar í minnibolta 10 ára

11:05

{mosimage}
(Íslandsmeistarar í mb. 10 ára)

Um helgina var spilað til úrslita í minnibolta 10 ára drengja og fóru úrslitin fram í Grindavík en þar voru Haukar hlutskarpastir. Þessi keppnisflokkur var endurvakin í vetur og var því keppt um þennan titil í fyrsta skipti í nokkur ár.

Haukar urðu svo Íslandsmeistarar en þeir lögðu heimamenn í Grindavík að velli í úrslitaleik 30-36. Grindavík hafði frumkvæðið í upphafi og leiddi með 2 stigum í hálfleik 17-15. Í seinni hálfleik skildi með liðum og náðu Haukar 8 stiga forystu 23-31. Grindavík náði svo að minnka muninn í 3 stig en nær komust þeir ekki.

frétt og mynd: www.haukar-karfa.is

Fréttir
- Auglýsing -