spot_img
HomeFréttirHaukar Íslandsmeistarar í 12. flokki karla

Haukar Íslandsmeistarar í 12. flokki karla

Haukar eru Íslandsmeistarar í 12.flokk karla eftir sigur gegn Stjörnunni í úrslitaeinvígi. Hér fyrir neðan má sjá stutta umfjöllun um leikina þrjá, en Haukar unnu einvígið í oddaleik fyrr í vikunni í Ólafssal.

Tölfræði leikja

LEIKUR 1

Leikur eitt var á Ávöllum og endaði með því að fara Stjörnu megin þar sem leikurinn endaði 83-96 fyrir Stjörnunni. En fyrsti leikhluti var mjög jafn og bæði lið mjög sterk en hann endaði 24-26 fyrir stjörnunni, en síðan hélt Stjarnan áfram að gera sitt í öðrum leikhluta kom sér í smá forskot sem var oftast svo 10 stig en þeir héldu því út leikinn og kláruðu hann.

En þeir sem voru atkvæðismestir í leiknum voru Kristófer Björgvinsson hjá Haukum sem var með 26 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar, en hjá Stjörnunni var það Ásmundur Múli með 32 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar.

LEIKUR 2 

Leikur tvö var í Umhyggjuhölinni og Haukamenn byrjuðu leikinn að krafti og var bara mun sterkara liðið og þeir leiða alla leikinn en fyrri hálfleikur endar 40-60 fyrir haukum. En Haukamenn koma inn í seinni hálfleik af grimmd og af krafti og halda áfram til að ná sigrinum og knjúa oddaleik, en leikurinn endar 78-110 fyrir Haukum og þá er 1-1 í leikjum framundan fyrir bæði lið var oddaleikur um Íslandsmeistaratitillinn.

Þeir sem voru atkvæðismestir í þessum leik var Kristján Fannnar í Stjörnunni sem endaði með 28 stig, 6 fráköst og 1 stoðsendingu, en hjá Haukum var það Frosti Valgarðsson með 36 stig, 2 fráköst og 4 stoðsendingar.

LEIKUR 3

Leikur þrjú og sjálfur oddaleikurinn var á Ásvöllum og hann byrjaði sterkt báðum megin og var frekar jafnt en Stjarnan kláraði fyrsta leikhlutan aðeins betur og hann endaði 21-26. En í öðrum leikhluta heldur grimmdinn áfram hjá báðum liðum og þetta verður jafnt og inn í hálfleik fer þetta frekar jafnt og endar 42-41 fyrir Haukum, og síðan í þriðja leikhluta byrjar þetta að lýta út fyrir betri leik og sigri hjá Haukamönnunum þar sem þeir eru bara sterkari og halda bara áfram að koma sér lengra framúr og klára þriðja leikhluta 66-58. En inn í fjórða leikhluta reyna Stjörnumenn að koma sér aftur inn í leikinn en það nálægasta sem þeir komast er að minnka leikinn í 8 stig, annars halda Haukamenn bara áfram að gera sitt og klára þetta 86-76.

Þeir sem voru atkvæðismestir í þessum leik var Hilmir Arnarson í Haukum sem endaði með 36 stig, 3 fráköst og 5 stoðsendingar, og síðan í Stjörnu liðinu var það Atli Hjartarson með 20 stig, 7 fráköst og 1 stoðsendingu.

En hann Hilmirvar valinn verðmætasti leikmaður úrslitanna, en hann skilaði 27,3 stigum, 4,3 fráköstum og 4,6 stoðsendingum.

Til hamingju Haukar!

Umfjallanir og myndir frá úrslitaleikjum yngri flokka má senda á [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -