spot_img
HomeFréttirHaukar í viðræðum við erlendan leikmann

Haukar í viðræðum við erlendan leikmann

17:07
{mosimage}
(Byrd leikur að öllum líkindum í rauðu á næstu leiktíð)

George Byrd leikur að öllum líkindum með Haukum á komandi leiktíð en samkvæmt heimasíðu Hauka eru viðræður við kappann komnar vel á veg. Skýrist það á næstu dögum hvort Byrd leikur með Hafnarfjarðarliðinu eða ekki.

Byrd er ekki ókunnugur hér á landi en hann kom fyrst til landsins 2004 og lék með Skallagrími en hann hefur einnig leikið með Hamri og svo tvo leiki með Ármanni/Þrótti í fyrstu deildinni seinasta vetur.

Byrd hefur gert 17,7 stig að meðaltali og tekið 14,4 fráköst í efstu deild. Í úrslitakeppni 1. deildar skoraði Byrd 13, 5 stig og tók 11 fráköst að meðaltali.

Það er því ljóst að þetta er mikill liðsstyrkur fyrir Hauka gangi þetta eftir og verða þeir til alls líklegir í 1. deildinni á komandi tímabili.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -